Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. september 2023 14:14 Systir Magnúsar biðlar nú til almennings um aðstoð. Ekkert hefur heyrst til hans í tæpa viku en hann fór til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar. Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent