Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. september 2023 14:14 Systir Magnúsar biðlar nú til almennings um aðstoð. Ekkert hefur heyrst til hans í tæpa viku en hann fór til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar. Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira