Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins til sýnis um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2023 12:32 Um 130 4x4 jeppar eru á sýningu helgarinnar. Aðsend Um hundrað og þrjátíu jeppar af öllum stærðum og gerðum eru til sýnis um helgina í Fífunni í Kópavogi í tilefni af 40 ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins er meðal annars á sýningunni og nokkrir gamlir Willis jeppar svo ekki sé minnst á nýbreyttan sex hjóla Ford trukk, sem er að fara á Suðurpólinn Sýningin opnaði formlega síðdegis í gær og verður opin fram á sunnudagskvöld. Sýningin er fyrst og fremst sýning á bílum félagsfólks í 4x4 ferðaklúbbnum og er reynt er að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga á útivist og ferðamennsku bæði á lítið og mikið breyttum bílum. Jafnframt mun klúbburinn kynna starfsemi sína, haldnir verða stuttir fyrirlestrar um spennandi málefni sem allir geta haft gaman af. Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður 10. mars 1983 af áhugafólki á ferðamennsku og fjórhjóladrifsbílum. Þeir lögðu grunninn að því að í dag er hægt að ferðast um landið á breyttum bílum. Sveinbjörn Halldórsson er formaður 4x4 og veit allt um sýningu helgarinnar og um starfsemi ferðaklúbbsins. „Þetta er útivistasýning þar sem við erum að sýna tæki og tól og ýmislegt varðandi útivist, sem sagt útivist á fjórhjóladrifs bílum. Á sýningunni er til dæmis fyrsti breytti rafmagnsjeppinn og svo er hérna nýbreyttur sex hjóla Ford stór trukkur, sem er að fara á Suðurpólinn. Þá má ekki gleyma gömlu Willys jeppunum á sýningunni, sem að höktu hér um landið í kringum 1940,” segir Sveinbjörn. Sveinbjörn Halldórsson, sem er formaður Ferðaklúbbsins 4x4, sem fangar 40 ára afmæli sínu með glæsilegri sýningu um helgina í Fífunni í Kópavogi.Aðsend Við stofnun félagsins voru félagar 50 talsins en nú 40 árum síðar eru þeir um 6000. Félagið er með virka starfsemi í Reykjavík og í 10 deildum víðs vegar um landið. Áttu ekki von á góðri stemming og góðri aðsókn um helgina? „Jú, það er bara það sem að við erum að láta okkur dreyma um, að það verði bara mjög gaman hérna hjá okkur og fjölmennt. Í snjó á hálendi Íslands.Aðsend Sýningin í Fífunni er opin til klukkan 18:00 í dag og á morgun verður opið frá klukkan 11:00 til 18:00, sunnudaginn 17. september. Um sex þúsund félagar eru í 4x4 klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Kópavogur Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sýningin opnaði formlega síðdegis í gær og verður opin fram á sunnudagskvöld. Sýningin er fyrst og fremst sýning á bílum félagsfólks í 4x4 ferðaklúbbnum og er reynt er að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga á útivist og ferðamennsku bæði á lítið og mikið breyttum bílum. Jafnframt mun klúbburinn kynna starfsemi sína, haldnir verða stuttir fyrirlestrar um spennandi málefni sem allir geta haft gaman af. Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður 10. mars 1983 af áhugafólki á ferðamennsku og fjórhjóladrifsbílum. Þeir lögðu grunninn að því að í dag er hægt að ferðast um landið á breyttum bílum. Sveinbjörn Halldórsson er formaður 4x4 og veit allt um sýningu helgarinnar og um starfsemi ferðaklúbbsins. „Þetta er útivistasýning þar sem við erum að sýna tæki og tól og ýmislegt varðandi útivist, sem sagt útivist á fjórhjóladrifs bílum. Á sýningunni er til dæmis fyrsti breytti rafmagnsjeppinn og svo er hérna nýbreyttur sex hjóla Ford stór trukkur, sem er að fara á Suðurpólinn. Þá má ekki gleyma gömlu Willys jeppunum á sýningunni, sem að höktu hér um landið í kringum 1940,” segir Sveinbjörn. Sveinbjörn Halldórsson, sem er formaður Ferðaklúbbsins 4x4, sem fangar 40 ára afmæli sínu með glæsilegri sýningu um helgina í Fífunni í Kópavogi.Aðsend Við stofnun félagsins voru félagar 50 talsins en nú 40 árum síðar eru þeir um 6000. Félagið er með virka starfsemi í Reykjavík og í 10 deildum víðs vegar um landið. Áttu ekki von á góðri stemming og góðri aðsókn um helgina? „Jú, það er bara það sem að við erum að láta okkur dreyma um, að það verði bara mjög gaman hérna hjá okkur og fjölmennt. Í snjó á hálendi Íslands.Aðsend Sýningin í Fífunni er opin til klukkan 18:00 í dag og á morgun verður opið frá klukkan 11:00 til 18:00, sunnudaginn 17. september. Um sex þúsund félagar eru í 4x4 klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan
Kópavogur Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira