Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 07:46 Mikill fjöldi er við leit í Derna en alþjóðleg teymi virðast, samkvæmt erlendum miðlum, ekki partur af leitinni. Mikill fjöldi er talinn fastur undir rústum enn þó margir hafi horfið líka horfið með flóðunum út í haf þegar stíflurnar brustu. Vísir/EPA Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56