Sjáðu tvennu Guðrúnar í endurkomu Rosengård | Bayern missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 18:25 Guðrún skoraði tvennu í kvöld. Vísir/Getty Guðrún Arnardóttir skoraði tvö mörk þegar Rosengård vann 3-1 sigur á IF Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München misstigu sig í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið er langt frá toppliðunum. Það kom þó töluvert á óvart þegar gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma í dag. Það var eina mark fyrri hálfleiks en þegar 18 mínútur voru til leiksloka þá jafnaði Guðrún metin eftir góðan skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu. Rosengård kvitterar till 1-1 på hörna genom Gudrun Arnardottir som dyker upp på bortre stolpen! pic.twitter.com/qBpEVI0vUA— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Aðeins fimm mínútum síðar kom Sofie Bredgaard heimakonum yfir og staðan orðin 2-1 Rosengård í vil. Skömmu síðar skoraði Guðrún aftur með góðum skalla á fjær, lokatölur 3-1. Rosengård er sem stendur með 36 stig að loknum 20 leikjum, tíu stigum á eftir toppliði Häcken sem á leik til góða. Gudrun Arnardottir tvåmålsskytt för Rosengård! Återigen når hon högst vid den bakre stolpen pic.twitter.com/erTWSVw8At— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Þýska úrvalsdeild kvenna hófst með leik Freiburg og Þýskalandsmeistara Bayern. Glódís Perla, fyrirliði meistaranna, var að venju í hjarta varnarinnar. Heimakonur í Freiburg komust yfir strax á 7. mínútu en Lea Schüller jafnaði metin fyrir Bayern tæpum stundarfjórðung síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Ekkert var skorað lengi vel í síðari hálfleik en Katharina Naschenweng kom Bayern yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma. Það dugði hins vegar ekki þar sem Freiburg jafnaði metin þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2. Úrslitin vonbrigði fyrir meistaralið Bayern sem verða eflaust í harðri baráttu við Wolfsburg enn og aftur á komandi leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið er langt frá toppliðunum. Það kom þó töluvert á óvart þegar gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma í dag. Það var eina mark fyrri hálfleiks en þegar 18 mínútur voru til leiksloka þá jafnaði Guðrún metin eftir góðan skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu. Rosengård kvitterar till 1-1 på hörna genom Gudrun Arnardottir som dyker upp på bortre stolpen! pic.twitter.com/qBpEVI0vUA— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Aðeins fimm mínútum síðar kom Sofie Bredgaard heimakonum yfir og staðan orðin 2-1 Rosengård í vil. Skömmu síðar skoraði Guðrún aftur með góðum skalla á fjær, lokatölur 3-1. Rosengård er sem stendur með 36 stig að loknum 20 leikjum, tíu stigum á eftir toppliði Häcken sem á leik til góða. Gudrun Arnardottir tvåmålsskytt för Rosengård! Återigen når hon högst vid den bakre stolpen pic.twitter.com/erTWSVw8At— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) September 15, 2023 Þýska úrvalsdeild kvenna hófst með leik Freiburg og Þýskalandsmeistara Bayern. Glódís Perla, fyrirliði meistaranna, var að venju í hjarta varnarinnar. Heimakonur í Freiburg komust yfir strax á 7. mínútu en Lea Schüller jafnaði metin fyrir Bayern tæpum stundarfjórðung síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Ekkert var skorað lengi vel í síðari hálfleik en Katharina Naschenweng kom Bayern yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma. Það dugði hins vegar ekki þar sem Freiburg jafnaði metin þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2. Úrslitin vonbrigði fyrir meistaralið Bayern sem verða eflaust í harðri baráttu við Wolfsburg enn og aftur á komandi leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira