„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 19:01 Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari. Vísir/Arnar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira