„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 21:00 Einar Bárðarson er einn helsti plokkari landsins. Vísir/Steingrímur Dúi Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar. Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar.
Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira