„Þetta er stærsta hlaupapartí ársins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 09:02 Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi Bakgarðshlaupsins, er spennt fyrir helginni. Vísir/Dúi Spennan er mikil fyrir bakgarðshlaupinu í Heiðmörk sem verður haldið í fjórða sinn um helgina. Hlaupið hefur aldrei verið skipað eins sterkum hópi keppenda. „Hlauparar eru spenntir og mörg eru á fullu að undirbúa sig fyrir helgina. Mörg ætla að fara langt, veit ég, og við höfum aldrei verið með svona sterkt bakgarðshlaup áður. Við erum með 38 keppendur sem hafa farið 100 kílómetra eða lengra áður. Þetta er sjötta keppnin sem við höldum, hún verður alltaf sterkari og sterkari,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins. Fjölda keppanda var fjölgað í fyrra en er sá sami í ár. 250 hlauparar taka þátt og komast færri að en vilja. „Við erum afmörkuð af svæði og hámarksfjöldinn er með umhverfið í huga. Við erum þarna inni á vatnsverndarsvæði í Heiðmörk. En þetta er líka með árangur og líðan keppenda í huga. Það geta ekki verið of margir í þessari tegund af keppni.“ segir Elísabet. Hlaupið þar til einn stendur eftir Fyrirkomulagið er þá með sama móti og síðustu ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring klukkan níu á laugardagsmorgun og hafa klukkustund til þess að klára hann. Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. „Hringurinn hefst í Elliðavatnsbæ, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðsetur. Þetta er dásamlega fallegur hringur um Heiðmörk, stígana þar og þú þarft að ljúka hverjum hring innan klukkutíma. Ef þú ert klukkutíma með hringinn hefur þú tíu mínútur til að hvíla þig áður en þú leggur aftur af stað á heila tímanum,“ „Keppnin hefur í raun engan skilgreindan enda. Hún er þangað til að einn stendur eftir og viðkomandi klárar síðasta hringinn. En fólk þarf að vera í ofboðslega góðri æfingu ef það ætlar að fara 100 kílómetra, ég tala ekki um ef það ætlar að fara sólarhring. Þannig að við biðlum til fólks að fara ekki fram úr sér og ætla sér lengra í keppni en það hefur þjálfað fyrir,“ segir Elísabet. Snýst um að hafa gaman Líkt og Elísabet nefnir að ofan hafa 38 af 250 keppendum hlaupið yfir 100 kílómetra áður. Þó hluti þess fjölda ætli sér lengra en það eru ef til vill stærstur hluti keppenda í þessu til að hafa gaman af. „Meirihlutinn er kannski bara að fara lengstu vegalengd sem það hefur farið. Hvort sem að það er klára fjóra hringi, sem eru um 30 kílómetrar og mörg sem koma aftur og aftur til að bæta við einum hring í hverri keppni og sigra þannig sjálfan sig,“ „Þetta snýst líka um að hafa gaman. Þetta er stærsta hlaupapartí ársins, þessi bakgarðshlaup, og fólk er að hlaupa með vinum sínum. Þarna skiptir hraði ekki máli, þó hann skipti einhverju máli ef þú ætlar að reyna að sigra keppnina, en alla jafna ertu bara að reyna að taka hvern hring í rauninni eins rólega og hægt er,“ segir Elísabet. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Þurfa að undirbúa sig fyrir svefnleysi Fyrir þá kappmeiri gengur keppnin því í raun út á að hlauparar finni eigin mörk og hlaupi þar til þau geti hreinlega ekki meira. Hlauparar í Bakgarðinum í ár hafa nokkrir hlaupið yfir 250 kílómetra og því verið í brautinni í á annan sólarhring. Ljóst er því að árangur á meðal þeirra efstu næst ekki öðruvísi en að vera vansvefta. „Það er náttúrulega erfitt og það sem er erfiðast við þessa tegund af hlaupi er að það er ekki tími til að sofa. Það er ekki svigrúm til þess. Svona tegundir af keppnum hafa verið gagnrýndar vegna þess að fólk er að fara að upplifa svefnleysi ef það ætlar að vera að í einhverja sólarhringa,“ „Þau sem að stefna á það þurfa að skipuleggja einhverja hvíld, svefnhvíld, í sumum hringjum. Þá að taka einhvern hring aðeins hraðar til að geta lagt sig í 15 til 20 mínútur,“ „Það er lítið svigrúm fyrir mistök í svona hlaupi, eða að eitthvað komi upp á. Þá er svo lítill tími til að ná sér aftur á strik.“ segir Elísabet. Mikilvægt að sofa og borða nóg í aðdragandanum Verandi hlaupadrottning sjálf hefur Elísabet reynslu af álíka hlaupum. Hún segir þá sem ætla sér langt þurfa að hvílast eins vel og mögulegt sé dagana fyrir keppni til að geta tekist á við svefnleysið sem bíður þeirra. „Fyrir þau sem stefna á sigur í þessari keppni myndi ég ráðleggja að hvíla sem mest og ná að sofa mikið næstu nætur fyrir keppni. Borða vel auðvitað, það þarf að fylla vel á orkubirgðir líkamans og passa að maður sé með allt til alls,“ segir Elísabet. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
„Hlauparar eru spenntir og mörg eru á fullu að undirbúa sig fyrir helgina. Mörg ætla að fara langt, veit ég, og við höfum aldrei verið með svona sterkt bakgarðshlaup áður. Við erum með 38 keppendur sem hafa farið 100 kílómetra eða lengra áður. Þetta er sjötta keppnin sem við höldum, hún verður alltaf sterkari og sterkari,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins. Fjölda keppanda var fjölgað í fyrra en er sá sami í ár. 250 hlauparar taka þátt og komast færri að en vilja. „Við erum afmörkuð af svæði og hámarksfjöldinn er með umhverfið í huga. Við erum þarna inni á vatnsverndarsvæði í Heiðmörk. En þetta er líka með árangur og líðan keppenda í huga. Það geta ekki verið of margir í þessari tegund af keppni.“ segir Elísabet. Hlaupið þar til einn stendur eftir Fyrirkomulagið er þá með sama móti og síðustu ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring klukkan níu á laugardagsmorgun og hafa klukkustund til þess að klára hann. Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. „Hringurinn hefst í Elliðavatnsbæ, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðsetur. Þetta er dásamlega fallegur hringur um Heiðmörk, stígana þar og þú þarft að ljúka hverjum hring innan klukkutíma. Ef þú ert klukkutíma með hringinn hefur þú tíu mínútur til að hvíla þig áður en þú leggur aftur af stað á heila tímanum,“ „Keppnin hefur í raun engan skilgreindan enda. Hún er þangað til að einn stendur eftir og viðkomandi klárar síðasta hringinn. En fólk þarf að vera í ofboðslega góðri æfingu ef það ætlar að fara 100 kílómetra, ég tala ekki um ef það ætlar að fara sólarhring. Þannig að við biðlum til fólks að fara ekki fram úr sér og ætla sér lengra í keppni en það hefur þjálfað fyrir,“ segir Elísabet. Snýst um að hafa gaman Líkt og Elísabet nefnir að ofan hafa 38 af 250 keppendum hlaupið yfir 100 kílómetra áður. Þó hluti þess fjölda ætli sér lengra en það eru ef til vill stærstur hluti keppenda í þessu til að hafa gaman af. „Meirihlutinn er kannski bara að fara lengstu vegalengd sem það hefur farið. Hvort sem að það er klára fjóra hringi, sem eru um 30 kílómetrar og mörg sem koma aftur og aftur til að bæta við einum hring í hverri keppni og sigra þannig sjálfan sig,“ „Þetta snýst líka um að hafa gaman. Þetta er stærsta hlaupapartí ársins, þessi bakgarðshlaup, og fólk er að hlaupa með vinum sínum. Þarna skiptir hraði ekki máli, þó hann skipti einhverju máli ef þú ætlar að reyna að sigra keppnina, en alla jafna ertu bara að reyna að taka hvern hring í rauninni eins rólega og hægt er,“ segir Elísabet. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Þurfa að undirbúa sig fyrir svefnleysi Fyrir þá kappmeiri gengur keppnin því í raun út á að hlauparar finni eigin mörk og hlaupi þar til þau geti hreinlega ekki meira. Hlauparar í Bakgarðinum í ár hafa nokkrir hlaupið yfir 250 kílómetra og því verið í brautinni í á annan sólarhring. Ljóst er því að árangur á meðal þeirra efstu næst ekki öðruvísi en að vera vansvefta. „Það er náttúrulega erfitt og það sem er erfiðast við þessa tegund af hlaupi er að það er ekki tími til að sofa. Það er ekki svigrúm til þess. Svona tegundir af keppnum hafa verið gagnrýndar vegna þess að fólk er að fara að upplifa svefnleysi ef það ætlar að vera að í einhverja sólarhringa,“ „Þau sem að stefna á það þurfa að skipuleggja einhverja hvíld, svefnhvíld, í sumum hringjum. Þá að taka einhvern hring aðeins hraðar til að geta lagt sig í 15 til 20 mínútur,“ „Það er lítið svigrúm fyrir mistök í svona hlaupi, eða að eitthvað komi upp á. Þá er svo lítill tími til að ná sér aftur á strik.“ segir Elísabet. Mikilvægt að sofa og borða nóg í aðdragandanum Verandi hlaupadrottning sjálf hefur Elísabet reynslu af álíka hlaupum. Hún segir þá sem ætla sér langt þurfa að hvílast eins vel og mögulegt sé dagana fyrir keppni til að geta tekist á við svefnleysið sem bíður þeirra. „Fyrir þau sem stefna á sigur í þessari keppni myndi ég ráðleggja að hvíla sem mest og ná að sofa mikið næstu nætur fyrir keppni. Borða vel auðvitað, það þarf að fylla vel á orkubirgðir líkamans og passa að maður sé með allt til alls,“ segir Elísabet. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ?
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira