Svona var þetta bara Anna Steinsen skrifar 15. september 2023 06:00 Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton. Arna systir komst í landsliðið í handbolta og fótbolta og varð seinna meir fyrsta konan til að þjálfa unglingalandslið kvenna í fótbolta. Aldrei pældi ég í þessu, svona var þetta bara en fyrir framan mig var mín helsta fyrirmynd í íþróttum. Í þá daga, kringum 1985, var landsliði kvenna í fótbolta komið á laggirnar í fyrsta skipti. Svo var það lagt niður í nokkur ár því það var ekki til nægur peningur til að halda úti bæði landsliði kvenna og karla. Það þótti bara eðlilegt. Þegar landslið kvenna í fótbolta fór af stað á ný þá var enginn læknir með kvennaliðinu, bara karla liðinu. Strákarnir fengu yfirleitt meira og stelpurnar minna. Svo fór ég sjálf að æfa íþróttir. Gerði alveg eins og systir mín, æfði handbolta, fótbolta og badminton. Komst í unglingalandsliðið og fetaði í fótspor systur minnar eins og ég gat. Hún var búin að ryðja veginn ásamt öllum íþróttakonunum sem komu á undan minni kynslóð og við héldum svo áfram. Ég man að mér fannst alveg eðlilegt að við fengjum ekki sömu góðu æfingatímana og strákarnir, fengjum ekki að spila á aðalgrasinu eins og þeir, ekki að æfa í skrúfutakkaskónum á grasinu eins og þeir og svo framvegis. En með árunum komu breytingar til hins betra. 21% atvinnukvenna í íþróttum beittar ofbeldi Við erum komin langa leið. Í dag eru íþróttafélög, mörg hver, að gera góða hluti í að jafna hlut kvenna og karla en við erum enn langt frá því að ná jafnrétti innan íþrótta. Karlar í fótbolta fá enn miklu hærri laun heldur en konur í fótbolta. Samt leggja þau sig jafnmikið fram og eyða jafnmiklum tíma í íþróttina. Er það bara í lagi? Í nýrri samantekt UN Women og UNESCO um kynbundið ofbeldi og stöðu kvenna innan íþrótta kemur fram að í greininni ríkir enn mikið kynjamisrétti. Ójöfn dreifing valds og fjármagns er einnig við lýði innan íþrótta, þar sem karlar skipa flestar stjórnunarstöður og íþróttamenn fá hærri laun og betri aðbúnað en íþróttakonur. Íþróttakonur um allan heim búa enn þá við það úrelda viðhorf að þær afli íþróttafélögum og –samböndum lægri tekna og því ætti síður að fjárfesta í þeim. Skýrsla UN Women og UNESCO leiddi einnig í ljós að 21% atvinnukvenna í íþróttum voru beittar kynferðislegu ofbeldi sem barn í íþróttum. Það er tvöfalt hærra hlutfall en meðal atvinnumanna í íþróttum. Næsta kynslóð mun læra af spænsku heimsmeisturunum Nýverið reis spænska landslið kvenna, nýorðnar heimsmeistarar, upp gegn spænska knattspyrnusambandinu. Sættu sig ekki við orðinn hlut, settu mörk, stóðu saman og breyttu. Því nú eru hlutirnir (sem þóttu einu sinni í lagi) ekki í lagi. Þvílíkar fyrirmyndir sem þær eru fyrir ungar stelpur. Kannski gera þær sér ekki grein fyrir því, hvorki landsliðskonurnar né ungu stúlkurnar. Þær eru samt að skrifa söguna. Sú kynslóð íþróttakvenna sem kemur á eftir mun læra af þeim og halda áfram að breyta og krefjast jafnréttis og réttlætis. Það er því ótrúlega mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Heldur halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, því konur eiga jafnmikinn rétt á því að ná árangri í íþróttum eins og karlar. Ekkert kyn er framar öðru og íþróttirnar eiga að endurspegla það. Á allan hátt. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Spánn Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Koss dauðans hjá Rubiales Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld. 10. september 2023 20:22 Heilindi fótboltans geti verið í hættu Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. 9. september 2023 10:00 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton. Arna systir komst í landsliðið í handbolta og fótbolta og varð seinna meir fyrsta konan til að þjálfa unglingalandslið kvenna í fótbolta. Aldrei pældi ég í þessu, svona var þetta bara en fyrir framan mig var mín helsta fyrirmynd í íþróttum. Í þá daga, kringum 1985, var landsliði kvenna í fótbolta komið á laggirnar í fyrsta skipti. Svo var það lagt niður í nokkur ár því það var ekki til nægur peningur til að halda úti bæði landsliði kvenna og karla. Það þótti bara eðlilegt. Þegar landslið kvenna í fótbolta fór af stað á ný þá var enginn læknir með kvennaliðinu, bara karla liðinu. Strákarnir fengu yfirleitt meira og stelpurnar minna. Svo fór ég sjálf að æfa íþróttir. Gerði alveg eins og systir mín, æfði handbolta, fótbolta og badminton. Komst í unglingalandsliðið og fetaði í fótspor systur minnar eins og ég gat. Hún var búin að ryðja veginn ásamt öllum íþróttakonunum sem komu á undan minni kynslóð og við héldum svo áfram. Ég man að mér fannst alveg eðlilegt að við fengjum ekki sömu góðu æfingatímana og strákarnir, fengjum ekki að spila á aðalgrasinu eins og þeir, ekki að æfa í skrúfutakkaskónum á grasinu eins og þeir og svo framvegis. En með árunum komu breytingar til hins betra. 21% atvinnukvenna í íþróttum beittar ofbeldi Við erum komin langa leið. Í dag eru íþróttafélög, mörg hver, að gera góða hluti í að jafna hlut kvenna og karla en við erum enn langt frá því að ná jafnrétti innan íþrótta. Karlar í fótbolta fá enn miklu hærri laun heldur en konur í fótbolta. Samt leggja þau sig jafnmikið fram og eyða jafnmiklum tíma í íþróttina. Er það bara í lagi? Í nýrri samantekt UN Women og UNESCO um kynbundið ofbeldi og stöðu kvenna innan íþrótta kemur fram að í greininni ríkir enn mikið kynjamisrétti. Ójöfn dreifing valds og fjármagns er einnig við lýði innan íþrótta, þar sem karlar skipa flestar stjórnunarstöður og íþróttamenn fá hærri laun og betri aðbúnað en íþróttakonur. Íþróttakonur um allan heim búa enn þá við það úrelda viðhorf að þær afli íþróttafélögum og –samböndum lægri tekna og því ætti síður að fjárfesta í þeim. Skýrsla UN Women og UNESCO leiddi einnig í ljós að 21% atvinnukvenna í íþróttum voru beittar kynferðislegu ofbeldi sem barn í íþróttum. Það er tvöfalt hærra hlutfall en meðal atvinnumanna í íþróttum. Næsta kynslóð mun læra af spænsku heimsmeisturunum Nýverið reis spænska landslið kvenna, nýorðnar heimsmeistarar, upp gegn spænska knattspyrnusambandinu. Sættu sig ekki við orðinn hlut, settu mörk, stóðu saman og breyttu. Því nú eru hlutirnir (sem þóttu einu sinni í lagi) ekki í lagi. Þvílíkar fyrirmyndir sem þær eru fyrir ungar stelpur. Kannski gera þær sér ekki grein fyrir því, hvorki landsliðskonurnar né ungu stúlkurnar. Þær eru samt að skrifa söguna. Sú kynslóð íþróttakvenna sem kemur á eftir mun læra af þeim og halda áfram að breyta og krefjast jafnréttis og réttlætis. Það er því ótrúlega mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Heldur halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, því konur eiga jafnmikinn rétt á því að ná árangri í íþróttum eins og karlar. Ekkert kyn er framar öðru og íþróttirnar eiga að endurspegla það. Á allan hátt. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi
Koss dauðans hjá Rubiales Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld. 10. september 2023 20:22
Heilindi fótboltans geti verið í hættu Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. 9. september 2023 10:00
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun