Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 16:56 Þetta plakat er meðal þess sem sagt er tekið út úr samhengi. Stöð 2/Sigurjón Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00