Íslensk fátækt - Örlög eða áskapað víti? Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2023 13:00 Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun