Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2023 11:23 Neðan eyðijarðarinnar Hallsteinsness, milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, liggur nýi vegurinn um fagra strandlengju. Egill Aðalsteinsson Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. „Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda