Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 10:34 Elon Musk segir nær alla hafa rétt upp hönd þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir styddu regluverk um gervigreind. Getty/Chesnot Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar. Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira