Í tilkynningunni segir að Hildur Erla Björgvinsdóttir hafi starfað í yfir tuttugu ár sem stjórnandi og setið í stjórn nokkurra fyrirtækja.
Hún sé með B.A. gráðu í sálfræði frá Florida International University og M.Sc. gráðu í stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá sama háskóla.
Þá segir að Kristján Geir hafi tuttugu ára reynslu af stjórnun og hafi áður starfað meðal annars sem rekstrarstjóri hjá Gerði ehf, framkvæmdastjóri Odda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.
Hann sé með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.