Eru þau geðveik? Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 13. september 2023 11:00 Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar