Um matsmál: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 11. september 2023 10:30 Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun