Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 14:24 Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira