Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 14:24 Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira