Krefjast fyrirvara ef átt er við hljóð eða mynd í kosningaauglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 14:38 Merki Google á snjallsímaskjá. Fyrirtækið ætlar að auka gegnsæi í kosningaauglýsingum með því að gera kröfur um að áhorfendur séu upplýstir um að gervigreind sé notuð til þess að eiga við mynd eða hljóð. AP/Matt Slocum Tæknirisinn Google ætlar að skikka þá sem kaupa kosningaauglýsingar á Google eða Youtube til þess að merkja þær skilmerkilega ef átt er við hljóð eða myndefni með gervigreind í þeim. Gervigreindarmyndefni er þegar byrjað að birtast í kosningaauglýsingum vestanhafs. Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári.
Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent