Nýr þjóðarleikvangur Guðni Bergsson skrifar 7. september 2023 10:31 Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri. Nú stefnir í að bæði karla- og kvennalandslið okkar í fótbolta þurfi að leika heimaleiki okkar erlendis að vetri til. Þessi staðreynd ásamt því að við getum ekki hafið riðlakeppni eða lokið henni á okkar heimavelli eða spilað umspilsleiki um vetur skerðir verulega möguleika okkar á að komast á stórmót. Enn fremur er líklegt að félagslið okkar í Evrópukeppni í framtíðinni verði að leika einhverja heimaleiki í riðlakeppni félagsliða á erlendum vettvangi. Við eigum einfaldlega ekki boðlegan eða nýtanlegan heimavöll að vetri til og engin áform virðast vera um byggingu slíks þjóðarleikvangs. Þetta er nú staðan þrátt fyrir að markviss undirbúningur, kostnaðar- og þarfagreiningar á byggingu og rekstri nýs þjóðarleikvangs hafi staðið yfir í rúmlega 7 ár, með fjórum ítarlegum skýrslum og aðkomu fremstu alþjóðlegra sérfræðinga m.a. ásamt kostnaði upp á annað hundrað milljónir króna. Vorið 2018 þegar stutt var í að karlalandsliðið okkar færi á HM í Rússlandi var skýrsla starfshóps ,sem skipaður var af Reykjavíkurborg , ríki og KSÍ ,gefin út og kynningarfundur haldinn með pompi og prakt með sérstakri yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og ríkisins en þar var m.a. tilkynnt: „Undirbúningur um byggingu þjóðarleikvangs verður hafinn og stefnt er að þeirri vinnu verði lokið og útboð fari fram um byggingu vallarins í árslok 2018“ Við þetta hefur því miður ekki verið staðið af stjórnvöldum. Félagið ,Þjóðarleikvangur ehf., var stofnað sérstaklega til undirbúnings byggingu þjóðarleikvangs en hér erum við nú rúmum fimm árum síðar með nýútgefna fjórðu skýrslu undir stól einhvers staðar og útboðið enn ekki í sjónmáli. En hvers vegna þurfum við nýjan þjóðarleikvang og hver eru helstu rökin fyrir byggingu hans? Veigamikil rök fyrir byggingu Þjóðarleikvangs: Laugardalsvöllur er að upplagi 65 ára gamall og uppfyllir engan veginn nútímakröfur, enda hefur hann verið um langt árabil á margþættri undanþágu hjá UEFA. Nýr Þjóðarleikvangur myndi stórbæta alla aðstöðu fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Við getum ekki , eins og áður segir, leikið landsleiki okkar á heimavelli í byrjun eða upphafi riðlakeppna sem skerðir okkar möguleika að ná árangri og komast í úrslitakeppni stórmóta. Við gætum líka neyðst til að spila heimaleiki og mikilvæga umspilsleiki um sæti á stórmótum í mars og nóvember erlendis á næstu árum. Nýr Þjóðarleikvangur myndi í því tilliti hjálpa okkur að ná árangri og komast inn á stórmót með því að geta spilað á vellinum árið um kring. Þjóðarleikvangur myndi nýtast félagsliðum í Evrópukeppni að vetrarlagi og einnig hjálpa til við lengingu keppnistímabilsins og með bikarúrslitaleiki í lok tímabils AFL Skýrsla 2020 (skýrsla nr.3) Búast má við 40% aukinni aðsókn skv. reynslu erlendis frá með nýjum þjóðarleikvangi og með því auknum stuðningi áhorfenda „New Stadium Effect“ – AFL Skýrsla 2020 Ríkisvaldið fengi til baka 55% af byggingarkostnaði í formi skatta og gjalda vegna framkvæmdarinnar... AFL Skýrsla 2020 Virðisauki samfélagsins eða þjóðhagslegur ábati (Gross Value Added-GVA) með nýjum þjóðarleikvangi var áætlaður 1,1 milljarður kr. á ári.í AFL Skýrsla 2020 Möguleiki að halda hér 25.000+ manna stórtónleika hér á landi allt árið um kring. Væri ekki frábært fyrir okkur sem samfélag að fá alla vinsælustu tónlistarmenn veraldar reglulega hingað til lands með stórtónleika sem einungis geta rúmast á stórum leikvangi. AFL Skýrsla 2020 Verðmæt markaðsáhrif góðs árangurs : Þetta er mikilvæg staðreynd sem við eigum að horfa til. Brooklyn Brothers, bandarísk markaðsstofa, gerðu úttekt á því fyrir Íslandsstofu hvers virði góður árangur karlalandsliðsins á EM 2016 hefði verið varðandi fjölmiðlaumfjöllun og aukins áhuga í leitarvélum á Íslandi. Var landkynningin metin á 20 milljarða kr. AFL skýrsla 2020 Umfjöllunin og umferð á leitarvélum um Ísland var enn meiri á HM 2018 og má því færa rök fyrir því að árangur karlaliðsins hafi skilað amk. 40 milljarða kr. virði í landkynningu. Til samanburðar var netumferðin (Google leit) um Ísland í kringum þessar tvær keppnir samtals helmingi meiri (50%) en vegna Eyjafjallagossins árið 2010. Hvað gerist næst? Að þessu sögðu þurfum við ekki að fara að standa við gefin fyrirheit og horfa til framtíðar? Nóg er búið að rýna þetta og velta þessu fyrir sér og við erum svo sannarlega áratugum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í þessum efnum sem er okkur til vansa. Við erum með einn allra lélegasta þjóðarleikvang í Evrópu í dag með tilliti til aðstöðu og notagildis. Þetta er innviðaverkefni sem að eðlilegt að fara í sem samfélag á 50-60 ára fresti og eigum við að horfa til þess þegar við metum fjárfestinguna að hún verður okkur til heilla í áratugi. Afreksíþróttirnar eru órjúfanlegur hluti grasrótarstarfsins og mikil hvatning fyrir yngri iðkendur íþrótta. Almenn íþróttaiðkun er samtvinnuð góðri lýðheilsu sem er okkur svo mikilvæg og þá ekki síst okkar yngri kynslóðum og skapar raunverulega hagsæld fyrir þjóðfelagið í heild sinni. Íþróttalífið er ein órjúfanleg heild og við verðum að hlúa bæði að grasrótar- og afreksstarfinu ef það á að blómstra og þegar kemur að stuðningi og uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Við getum ekki ætlast til þess að ná góðum árangri í íþróttum ef við viljum ekki kosta nægu til. Tökum okkur nú loks taki í þessum málum og gerum þetta í sameiningu. Ég skora á stjórnvöld ,bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg að fara að standa undir nafni og taka ákvörðun um byggingu nýs þjóðarleikvangs. Byggjum þjóðarleikvang sem sómi er að og mun hjálpa okkur að ná árangri í framtíðinni og með því stuðlað áfram að öflugu íþróttalífi sem við getum verið stolt af. Áfram Ísland! Höfundur er lögmaður og fv. formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýr þjóðarleikvangur KSÍ Fótbolti Laugardalsvöllur Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri. Nú stefnir í að bæði karla- og kvennalandslið okkar í fótbolta þurfi að leika heimaleiki okkar erlendis að vetri til. Þessi staðreynd ásamt því að við getum ekki hafið riðlakeppni eða lokið henni á okkar heimavelli eða spilað umspilsleiki um vetur skerðir verulega möguleika okkar á að komast á stórmót. Enn fremur er líklegt að félagslið okkar í Evrópukeppni í framtíðinni verði að leika einhverja heimaleiki í riðlakeppni félagsliða á erlendum vettvangi. Við eigum einfaldlega ekki boðlegan eða nýtanlegan heimavöll að vetri til og engin áform virðast vera um byggingu slíks þjóðarleikvangs. Þetta er nú staðan þrátt fyrir að markviss undirbúningur, kostnaðar- og þarfagreiningar á byggingu og rekstri nýs þjóðarleikvangs hafi staðið yfir í rúmlega 7 ár, með fjórum ítarlegum skýrslum og aðkomu fremstu alþjóðlegra sérfræðinga m.a. ásamt kostnaði upp á annað hundrað milljónir króna. Vorið 2018 þegar stutt var í að karlalandsliðið okkar færi á HM í Rússlandi var skýrsla starfshóps ,sem skipaður var af Reykjavíkurborg , ríki og KSÍ ,gefin út og kynningarfundur haldinn með pompi og prakt með sérstakri yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og ríkisins en þar var m.a. tilkynnt: „Undirbúningur um byggingu þjóðarleikvangs verður hafinn og stefnt er að þeirri vinnu verði lokið og útboð fari fram um byggingu vallarins í árslok 2018“ Við þetta hefur því miður ekki verið staðið af stjórnvöldum. Félagið ,Þjóðarleikvangur ehf., var stofnað sérstaklega til undirbúnings byggingu þjóðarleikvangs en hér erum við nú rúmum fimm árum síðar með nýútgefna fjórðu skýrslu undir stól einhvers staðar og útboðið enn ekki í sjónmáli. En hvers vegna þurfum við nýjan þjóðarleikvang og hver eru helstu rökin fyrir byggingu hans? Veigamikil rök fyrir byggingu Þjóðarleikvangs: Laugardalsvöllur er að upplagi 65 ára gamall og uppfyllir engan veginn nútímakröfur, enda hefur hann verið um langt árabil á margþættri undanþágu hjá UEFA. Nýr Þjóðarleikvangur myndi stórbæta alla aðstöðu fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Við getum ekki , eins og áður segir, leikið landsleiki okkar á heimavelli í byrjun eða upphafi riðlakeppna sem skerðir okkar möguleika að ná árangri og komast í úrslitakeppni stórmóta. Við gætum líka neyðst til að spila heimaleiki og mikilvæga umspilsleiki um sæti á stórmótum í mars og nóvember erlendis á næstu árum. Nýr Þjóðarleikvangur myndi í því tilliti hjálpa okkur að ná árangri og komast inn á stórmót með því að geta spilað á vellinum árið um kring. Þjóðarleikvangur myndi nýtast félagsliðum í Evrópukeppni að vetrarlagi og einnig hjálpa til við lengingu keppnistímabilsins og með bikarúrslitaleiki í lok tímabils AFL Skýrsla 2020 (skýrsla nr.3) Búast má við 40% aukinni aðsókn skv. reynslu erlendis frá með nýjum þjóðarleikvangi og með því auknum stuðningi áhorfenda „New Stadium Effect“ – AFL Skýrsla 2020 Ríkisvaldið fengi til baka 55% af byggingarkostnaði í formi skatta og gjalda vegna framkvæmdarinnar... AFL Skýrsla 2020 Virðisauki samfélagsins eða þjóðhagslegur ábati (Gross Value Added-GVA) með nýjum þjóðarleikvangi var áætlaður 1,1 milljarður kr. á ári.í AFL Skýrsla 2020 Möguleiki að halda hér 25.000+ manna stórtónleika hér á landi allt árið um kring. Væri ekki frábært fyrir okkur sem samfélag að fá alla vinsælustu tónlistarmenn veraldar reglulega hingað til lands með stórtónleika sem einungis geta rúmast á stórum leikvangi. AFL Skýrsla 2020 Verðmæt markaðsáhrif góðs árangurs : Þetta er mikilvæg staðreynd sem við eigum að horfa til. Brooklyn Brothers, bandarísk markaðsstofa, gerðu úttekt á því fyrir Íslandsstofu hvers virði góður árangur karlalandsliðsins á EM 2016 hefði verið varðandi fjölmiðlaumfjöllun og aukins áhuga í leitarvélum á Íslandi. Var landkynningin metin á 20 milljarða kr. AFL skýrsla 2020 Umfjöllunin og umferð á leitarvélum um Ísland var enn meiri á HM 2018 og má því færa rök fyrir því að árangur karlaliðsins hafi skilað amk. 40 milljarða kr. virði í landkynningu. Til samanburðar var netumferðin (Google leit) um Ísland í kringum þessar tvær keppnir samtals helmingi meiri (50%) en vegna Eyjafjallagossins árið 2010. Hvað gerist næst? Að þessu sögðu þurfum við ekki að fara að standa við gefin fyrirheit og horfa til framtíðar? Nóg er búið að rýna þetta og velta þessu fyrir sér og við erum svo sannarlega áratugum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í þessum efnum sem er okkur til vansa. Við erum með einn allra lélegasta þjóðarleikvang í Evrópu í dag með tilliti til aðstöðu og notagildis. Þetta er innviðaverkefni sem að eðlilegt að fara í sem samfélag á 50-60 ára fresti og eigum við að horfa til þess þegar við metum fjárfestinguna að hún verður okkur til heilla í áratugi. Afreksíþróttirnar eru órjúfanlegur hluti grasrótarstarfsins og mikil hvatning fyrir yngri iðkendur íþrótta. Almenn íþróttaiðkun er samtvinnuð góðri lýðheilsu sem er okkur svo mikilvæg og þá ekki síst okkar yngri kynslóðum og skapar raunverulega hagsæld fyrir þjóðfelagið í heild sinni. Íþróttalífið er ein órjúfanleg heild og við verðum að hlúa bæði að grasrótar- og afreksstarfinu ef það á að blómstra og þegar kemur að stuðningi og uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Við getum ekki ætlast til þess að ná góðum árangri í íþróttum ef við viljum ekki kosta nægu til. Tökum okkur nú loks taki í þessum málum og gerum þetta í sameiningu. Ég skora á stjórnvöld ,bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg að fara að standa undir nafni og taka ákvörðun um byggingu nýs þjóðarleikvangs. Byggjum þjóðarleikvang sem sómi er að og mun hjálpa okkur að ná árangri í framtíðinni og með því stuðlað áfram að öflugu íþróttalífi sem við getum verið stolt af. Áfram Ísland! Höfundur er lögmaður og fv. formaður KSÍ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar