Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 10:43 Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð. Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð.
Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira