Lífið

Ný hverfi að spretta upp á höfuð­borgar­svæðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur Ármannsson og Ólöf Örvarsdóttir ræddu við Völu Matt um nýju hverfin á höfuðborgarsvæðinu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Pétur Ármannsson og Ólöf Örvarsdóttir ræddu við Völu Matt um nýju hverfin á höfuðborgarsvæðinu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Ný hverfi spretta nú upp víða í borginni bæði í miðborginni og einnig í úthverfunum. Þétting byggðar hefur verið áberandi.

Hvernig eru þessi hverfi? Gera þau borgina betri? Vala Matt fór og hitti arkitektinn Pétur Ármannsson og skoðaði með honum nokkur hverfi sem honum finnst hafa heppnast vel en fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Og svo hitti Vala einnig arkitektinn Ólöfu Örvarsdóttur hjá Reykjavíkurborg en hún sýndi áhorfendum Stöðvar 2 hvaða hverfi eru í uppbyggingu og vinnslu og þar kom ýmislegt óvænt í ljós.

Nýja hverfið í holtunum þykir vel heppnað.

„Sérstæðan hér er að þetta er byggt inn í gróið íbúðarhverfi,“ segir Pétur Ármannsson þegar hann skoðaði nýtt hverfi í holtunum í Reykjavík.

„Ég á þessum reit voru áður verksmiðjubyggingar sem eru allar horfnar og það stóð nú til að byggja miklu hærra og meira hér á þessum reit. Það var síðan endurskipulagt og Búseti fékk þennan reit til umráða og hannaði sem eina heild. Ég held að það sé einn þáttur í því hversu vel hefur tekist til,“ segir Pétur. Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag í gærkvöldi en þáttinn má sjá í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Ný hverfi að spretta upp á höfuðborgarsvæðinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.