Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. september 2023 18:35 Katrín Oddsdóttir lögmaður telur lögreglu hafa bakað ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Greint hefur verið frá því að í morgun hafi lögregla tekið vatnsflösku af öðrum tveggja mótmælenda, sem komu sér fyrir í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 í eldsnemma í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur neitað að tjá sig um aðgerðina og beðist undan viðtali í allan dag. Myndskeið af aðgerðum lögreglu má sjá hér að neðan: „Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið og hluti af því er réttur til að mótmæla og í þeim rétti felst auðvitað réttur til borgaralegrar óhlýðni, sem er að eiga sér stað í möstrunum núna. Það þýðir að þær brjóta viljandi einhverjar reglur, þessar konur, en taka líka algjörlega afleiðingunum af því. Lögreglan má hins vegar aldrei ganga lengra í sínum aðgerðum en þörf krefur, það stendur einfaldlega í þrettándu grein lögreglulaga, meðalhófsreglunni svokölluðu,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Lögreglan komin á hálan ís Katrín telur að með því að taka bakpoka og síma af annarri konunni hafi lögregla brotið gegn meðalhófsreglunni. „Ég held að þetta hefði ekki gerst ef fjölmiðlar hefðu verið á svæðinu, en þetta gerðist eldsnemma í morgun. Nú er staðan sú að hún hefur ekki drukkið í einhverjar tíu klukkustundir og borgarar sem reyna að gefa henni mat fá ekki að fara upp til hennar og lögreglan neitar líka að gefa þeim vatn og mat. Ég held að lögreglan sé þarna komin á hálan ís. Ég myndi bara spyrja hvort þau sem ábyrgð bera innan lögreglunnar, yfirmenn og að lokum dómsmálaráðherra, hvort það ætti ekki virkilega að skoða hvort það sé ekki ástæða til að rétta kúrsinn strax í þessu máli,“ segir Katrín en rætt var við hana fyrr í dag og nú er staðan sú að konan hefur hvorki fengið vott né þurrt í að verða fjórtán klukkustundir. Eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara Katrín segir að borgaraleg óhlýðni, rétt eins og konurnar beita í möstrunum, sé viðurkennd aðferð til þess að berjast gegn því sem fólk telur vera ranglæti. „Við erum ekki einu sinni bara að tala um ranglát lög hér á Íslandi eins og var til dæmis í baráttu Martins Luthers King þar sem þessi aðferð var mikið notuð. Heldur erum við hreinlega að tala um það að þarna standi til að fara á veiðar, sem þó liggur fyrir að okkar æðstu stjórnvöld segja að séu brot á lögum um velferð dýra. Þannig að ég get nú ekki séð að þessar aðgerðir sem konurnar eru að beita með því að vera þarna algjörlega vatns- og matarlaus, önnur þeirra, uppi í möstrum sé nokkuð annað en bara eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara sem hafa sterkar skoðanir á þessum tiltekna málaflokki.“ Hvalveiðar Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Greint hefur verið frá því að í morgun hafi lögregla tekið vatnsflösku af öðrum tveggja mótmælenda, sem komu sér fyrir í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 í eldsnemma í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur neitað að tjá sig um aðgerðina og beðist undan viðtali í allan dag. Myndskeið af aðgerðum lögreglu má sjá hér að neðan: „Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið og hluti af því er réttur til að mótmæla og í þeim rétti felst auðvitað réttur til borgaralegrar óhlýðni, sem er að eiga sér stað í möstrunum núna. Það þýðir að þær brjóta viljandi einhverjar reglur, þessar konur, en taka líka algjörlega afleiðingunum af því. Lögreglan má hins vegar aldrei ganga lengra í sínum aðgerðum en þörf krefur, það stendur einfaldlega í þrettándu grein lögreglulaga, meðalhófsreglunni svokölluðu,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Lögreglan komin á hálan ís Katrín telur að með því að taka bakpoka og síma af annarri konunni hafi lögregla brotið gegn meðalhófsreglunni. „Ég held að þetta hefði ekki gerst ef fjölmiðlar hefðu verið á svæðinu, en þetta gerðist eldsnemma í morgun. Nú er staðan sú að hún hefur ekki drukkið í einhverjar tíu klukkustundir og borgarar sem reyna að gefa henni mat fá ekki að fara upp til hennar og lögreglan neitar líka að gefa þeim vatn og mat. Ég held að lögreglan sé þarna komin á hálan ís. Ég myndi bara spyrja hvort þau sem ábyrgð bera innan lögreglunnar, yfirmenn og að lokum dómsmálaráðherra, hvort það ætti ekki virkilega að skoða hvort það sé ekki ástæða til að rétta kúrsinn strax í þessu máli,“ segir Katrín en rætt var við hana fyrr í dag og nú er staðan sú að konan hefur hvorki fengið vott né þurrt í að verða fjórtán klukkustundir. Eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara Katrín segir að borgaraleg óhlýðni, rétt eins og konurnar beita í möstrunum, sé viðurkennd aðferð til þess að berjast gegn því sem fólk telur vera ranglæti. „Við erum ekki einu sinni bara að tala um ranglát lög hér á Íslandi eins og var til dæmis í baráttu Martins Luthers King þar sem þessi aðferð var mikið notuð. Heldur erum við hreinlega að tala um það að þarna standi til að fara á veiðar, sem þó liggur fyrir að okkar æðstu stjórnvöld segja að séu brot á lögum um velferð dýra. Þannig að ég get nú ekki séð að þessar aðgerðir sem konurnar eru að beita með því að vera þarna algjörlega vatns- og matarlaus, önnur þeirra, uppi í möstrum sé nokkuð annað en bara eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara sem hafa sterkar skoðanir á þessum tiltekna málaflokki.“
Hvalveiðar Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39
Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56