Tökum jafnréttið alla leið Sandra Björk Bjarkadóttir skrifar 1. september 2023 11:01 Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar