Þegar gefur á bátinn Hildur Björnsdóttir skrifar 1. september 2023 09:30 Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun