„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 09:01 Óskar Hrafn í leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira