Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Jón Þór Stefánsson skrifar 31. ágúst 2023 09:31 Vilhjálmur Birgisson segist orðlaus yfir hræsni Hollywood-stjarna líkt og Leonardo Dicaprio Vísir/Samsett Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. „Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við. Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
„Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við.
Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira