Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 20:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira