„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Aron Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2023 23:31 Víkingsmæðgurnar Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdótttir mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur. Vísir/Skjáskot Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira