Skertur opnunartími sundlauga í Árborg tekur gildi Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 11:08 Sundhöll Selfoss verður nú opin til kl. 21:00 á virkum dögum en 19:00 á föstudögum. Vísir/Vilhelm Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum. Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann. Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann.
Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira