Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 08:57 Flugvél Prigozhin var af gerðinni Embraer Legacy 600. Hér sést ein slík koma til lendingar í Þýskalandi með Elísabetu heitna Bretadrottningu og Filippus heitinn prins árið 2015. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46