Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Kristinn Haukur Guðnason og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. ágúst 2023 23:00 Þorsteinn gerir frekar ráð fyrir að hlaupið komi úr vestari katlinum. Skjáskot Stöð 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum. Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38