Skáftárhlaup er hafið Jón Þór Stefánsson og Telma Tómasson skrifa 29. ágúst 2023 09:02 Í gærkvöldi fór rennsli í Skaftá við að aukast og það sama mátti segja um aukna rafleiðni. Hætta er á flóðum líkt og gerðist 2021, eins og sjá má á þessari mynd. Vísir/Ragnar Axelsson Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Sjá meira
Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Sjá meira