Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 14:30 Gæti verið á leiðinni til Englands. Etsuo Hara/Getty Images Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira