Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Hilmar Örn spilaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þróttar á dögunum. Vísir/Sigurjón Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira