Haustið og heimilisbókhaldið Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 08:00 Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun