Haustið og heimilisbókhaldið Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 08:00 Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun