Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2023 23:03 Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari, sem er ein af þeim, sem stýrir verkefninu í átthagafræði við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira