Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2023 23:03 Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari, sem er ein af þeim, sem stýrir verkefninu í átthagafræði við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira