Fagleg nálgun í stað flausturs Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:00 „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
„Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun