Sjáðu öll átta mörkin er Víkingar settu níu fingur á titilinn gegn óstundvísum Blikum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 12:01 Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 5-3 sigur gegn óstundvísum Blikum í gær. Liðið er nú með 14 stiga forskot á toppnum þegar liðið á sex leiki eftir. Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira