Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. „Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“ Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira
„Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira