Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. „Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“ Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira