Dennis Schröder hetja Þjóðverja í sigri á Ástralíu í háspennuleik Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 11:58 Patty Mills og Dennis Schröder tókust oft á í dag en Schroder hafði betur að lokum Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í kjörstöðu í E-riðli á heimsmeistaramótinu í körfubolta eftir góðan 85-82 sigur á Ástralíu í dag. Dennis Schröder, leikmaður Toronto Raptors, skoraði 30 stig fyrir Þjóðverja og leiddi liðið til sigurs. Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira