Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:06 Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum. Peel Regional Police Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Lögregla í Kanada hóf rannsókn málsins í kjölfar grunsamlegs dauðsfalls einstaklings í Toronto. Law, 57 ára, er talinn hafa haldið úti nokkrum vefsíðum þar sem hann seldi varning til fólks sem var í sjálfsvígshugleiðingum, þar á meðal eitur sem hann sendi til yfir 40 landa. Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa unnið að því frá handtöku Law að hafa samband við og athuga með alla sem vitað er að pöntuðu efnið frá honum. Um er að ræða 232 einstaklinga sem versluðu við Law á tveggja ára tímabili. Samkvæmt lögreglu eru 88 af þeim látnir en enn á eftir að ganga úr skugga um hvort fólkið dó eftir að hafa innbyrt efnið frá Law. BBC hefur rætt við föður Tom Parfett, sem var 22 ára þegar hann tók eigið líf í október 2021 eftir að hafa keypt efni af Law. David Parfett segist reiður lögreglunni fyrir að gera ekki meira til að loka vefsíðum þar sem níðst sé á ungum og viðkvæmum einstaklingum. Parfett sagði son sinn hafa rætt um að fremja sjálfsvíg í hópum tileinkuðum málefninu á netinu, þar sem hann hefði jafnvel fengið hvatningu til að láta til skarar skríða. „Við verðum að horfast í augu við það að í nútímasamfélagi getur fólk fundið annað fólk með sömu hugðarefni til að ræða erfiðustu málefni... það er ekkert eftirlit með þessum samfélögum og þau eru að valda gríðarlegum skaða,“ segir Parfett. Hér má finna umfjöllun BBC. Kanada Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Lögregla í Kanada hóf rannsókn málsins í kjölfar grunsamlegs dauðsfalls einstaklings í Toronto. Law, 57 ára, er talinn hafa haldið úti nokkrum vefsíðum þar sem hann seldi varning til fólks sem var í sjálfsvígshugleiðingum, þar á meðal eitur sem hann sendi til yfir 40 landa. Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa unnið að því frá handtöku Law að hafa samband við og athuga með alla sem vitað er að pöntuðu efnið frá honum. Um er að ræða 232 einstaklinga sem versluðu við Law á tveggja ára tímabili. Samkvæmt lögreglu eru 88 af þeim látnir en enn á eftir að ganga úr skugga um hvort fólkið dó eftir að hafa innbyrt efnið frá Law. BBC hefur rætt við föður Tom Parfett, sem var 22 ára þegar hann tók eigið líf í október 2021 eftir að hafa keypt efni af Law. David Parfett segist reiður lögreglunni fyrir að gera ekki meira til að loka vefsíðum þar sem níðst sé á ungum og viðkvæmum einstaklingum. Parfett sagði son sinn hafa rætt um að fremja sjálfsvíg í hópum tileinkuðum málefninu á netinu, þar sem hann hefði jafnvel fengið hvatningu til að láta til skarar skríða. „Við verðum að horfast í augu við það að í nútímasamfélagi getur fólk fundið annað fólk með sömu hugðarefni til að ræða erfiðustu málefni... það er ekkert eftirlit með þessum samfélögum og þau eru að valda gríðarlegum skaða,“ segir Parfett. Hér má finna umfjöllun BBC.
Kanada Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira