Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 12:56 Ferðamenn í Barcelona freista þess að skýla sér frá sólinni. epa/Alejandro Garcia Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður. Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum.
Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira