Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum
 
            Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        