Öfgafullur seðlabanki? Stefán Ólafsson skrifar 23. ágúst 2023 12:30 Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun