Öfgafullur seðlabanki? Stefán Ólafsson skrifar 23. ágúst 2023 12:30 Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun