Lög eða ólög? Sabine Leskopf skrifar 23. ágúst 2023 07:31 „Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun