„Ég er heppin að vera á lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 20:00 Birna Baldursdóttir er afar aktív í útivist en verður að taka því rólega á næstunni. Hún er þó farin að fara í göngutúra viku eftir slysið. Birna Bald Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri. Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri.
Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49