„Ég er heppin að vera á lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 20:00 Birna Baldursdóttir er afar aktív í útivist en verður að taka því rólega á næstunni. Hún er þó farin að fara í göngutúra viku eftir slysið. Birna Bald Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri. Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri.
Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49