Frumsamdi tíu tónverk um eyðibýli Íris Hauksdóttir skrifar 1. september 2023 09:04 Gunnar Ingi Guðmundsson gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Ólöf Sif Þráinsdóttir Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira