Frumsamdi tíu tónverk um eyðibýli Íris Hauksdóttir skrifar 1. september 2023 09:04 Gunnar Ingi Guðmundsson gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Ólöf Sif Þráinsdóttir Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira